Auður Ava Ólafsdóttir

íslenskur rithöfundur

Auður Ava Ólafsdóttir (f. 1958) er íslenskur rithöfundur. Hún starfar sem lektor í listfræði við Háskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands.

Auður Ava í Árósum 2019.

Auður Ava fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Sigríður Ingimundardóttir (1922-2017) húsmóðir og Ólafur Tryggvason (1913-2003) rafmagnsverkfræðingur og var Auður fjórða í röð fimm systkina.[1]

Auður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund[1], stundaði nám í ítölskum bókmenntum við háskólann í Bologna 1978-1979, lauk BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands og stundaði nám í listasögu við Sorbonne háskóla í París á árunum 1982-1988.[2]

Fyrsta bók Auðar, skáldsagan Upphækkuð jörð kom úr árið 1998. Auður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2004 fyrir verkið Rigning í nóvember. Árið 2008 hlaut hún Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV fyrir skáldsöguna Afleggjarinn en sama verk hlaut einnig tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009.

Auður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2016 fyrir skáldsöguna Ör og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 einnig fyrir Ör.[3]

Verk Auðar Övu hafa verið þýdd á fjölda tungumála og vakti skáldsagan Afleggjarinn mikla athygli í Frakklandi árið 2010.

Myndir breyta

Verk breyta

Skáldsögur breyta

  • 1998 - Upphækkuð jörð
  • 2004 - Rigning í nóvember
  • 2007 - Afleggjarinn
  • 2012 - Undantekningin
  • 2016 - Ör
  • 2018 - Ungfrú Ísland
  • 2020 - Dýralíf
  • 2022 - Eden

Ljóð breyta

  • 2010 - Sálmurinn um glimmer

Leikrit breyta

  • 2012 - Svartur hundur prestsins
  • 2013 - Lán til góðverka
  • 2014 - Svanir skilja ekki
  • 2015 - Ekki hætta að anda

Smásögur breyta

  • 2009 - Smáskilaboð frá Katalóníu

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Mikael Torfason, „Mjög flókið að vera manneskja“, Fréttatíminn 3. árg, 49. tbl. 2012 (skoðað 4. nóvember 2020)
  2. „Hugleiðing höfundar - Teip“, Læknablaðið (2008)
  3. Skald.is, „Auður Ava Ólafsdóttir“ (skoðað 4. nóvember 2020)