Astekar voru nokkrir indíánaþjóðflokkar í Mið-Ameríku sem bjuggu til stórveldi þar sem nú er Mexíkó. Þeir voru þekktir fyrir mannfórnir og grimmd auk hernaðarlegra yfirburða yfir nágrannaþjóðum sínum. Þeir töluðu tungumálið nahúatl og notuðu ótrúlega nákvæmt dagatal sem taldi 365 daga auk sérstaks trúarlegs dagatals sem taldi 260 daga. Ríki asteka var í raun bandalag þriggja borgríkja: Tenochtitlán, Texcoco og Tlacopan. Stærsta borgríkið og miðpunktur ríkisins, Tenochtitlán, var staðsett í Mexíkódal. Þar stendur nú Mexíkóborg.

Codex Ríos

Saga breyta

 
Skjaldamerki Mexíkó vísar til þjóðsögunnar um uppruna asteka.

Goðsögulegur uppruni Asteka breyta

Astekar voru frá stað sem kallaðist Atzlan og því kallaðir Astekar. Kaldhæðnislega sóru þeir þess eið að þeir skyldu hverfa af landi brott ef þeir yrðu aftur kallaðir Astekar. Sjálfir kölluðu þeir sig Mexíka og dregur Mexíkó nafn sitt af þeim. Sagan segir að guð þeirra hafi sagt þeim að finna stað og byggja borg þar sem kaktus yxi upp af steini og á kaktusnum sæti örn með slöngu í gogginum. Mexíkar héldu því af stað suður að leit að merkinu sem guð þeirra hafði sagt frá. Þeir fóru inn í land tolteka og tóku upp ýmsa siði frá þeim og fleiri guði. Land tolteka var að mestu leyti byggt en þeir tóku samt vel á móti mexíkum. Upp úr farsælu sambandi þeirra slitnaði þó þegar mexíkar fórnuðu konu einni er toltekar ætluðu að gifta leiðtoga mexíka. Í kjölfarið ráku toltekar þá til vatnsins Texcoco í Mexíkódal. Þar komu þeir svo auga á merkið sem guð þeirra hafði skipað þeim að finna og á vatninu reistu þeir borgina Tenochtitlán.

Ris Astekaveldis breyta

Sannur uppruni Asteka er ókunnur og staðsetning Atzlan er heldur ekki þekkt. Deilt er um hvort staðurinn hafi verið einhvers staðar í norðanverðum Bandaríkjunum eða frekar stutt frá Mexíkódal en flestir fræðimenn telja að staðurinn hafi verið goðsögulegur. Almennt er talið að mexíkar hafi fyrst komið í Mexíkódalinn í kringum árið 1248.

Mannfórnir hjá Astekum.

Mannfórnir hvoru stundaðar í Mesoameríku og hjá astekum voru mannfórnir algengar. Mannfórnir hjá Astekum voru tíðari en hjá öðrum þjóðum og komu þeir mannfórnum á annað stig. Til dæmis er sagt að árið 1487 hafi Astekar fórnað um 80.400 föngum á fjórum dögum í athöfn til að helga pýramídann í Tenochtitlan. Fjöldi fórnalamba er því óstaðfestur. Spánverjar urðu mjög hissa yfir þessum siðum þegar þeir komu til Ameríku og töldu þeir að rétt væri að leggja Tenochtitlán í rúst.

Oftast var körlum sem voru teknir til fanga í orrustum fórnað, en konum og börnum var stundum fórnað. Astekarnir fórnuðu árlega um 15.000 mönnum í Tenochtitlán. Sérstakir prestar ástunduðu mannfórninar og gerðu það til æviloka. Fórnin fór þannig fram að skorið var fyrir neðan brjósthol fórnalambsins með hrafntinnuhníf á meðan það var enn á lífi, hjartað slitið út með höndunum og því lyft upp til sólu. Astekar trúðu því að  blóð og hjörtu væru það eina sem veitti sólinni afl til að rísa á morgnanna. Þeir trúðu einnig að fórnarlömbin kæmust í flokk þeirra úrvalshermanna í eftirlífinu.

Aðrar þjóðir í Ameríku tóku fanga og notuðu þá sem þræla. Þeir voru látnir vinna í nokkur ár áður en þeir gáfu upp öndina. Oft hefur verið reynt að finna skýringar á því af hverju Astekarnir fórnuðu mönnum og ein skýringin er sú að of margir íbúar hafi verið í landinu en ekki nægur matur fyrir alla.

Astekarnir höfðu ekki þörf fyrir þræla og því voru fangar frekar drepnir en haldið föngnum.

Daglegt líf Asteka breyta

 

Astekar bjuggu flestir í stráhúsum en þó voru þau ekki öll eins. Sum voru með flötu þaki og önnur ekki. Fátækari Astekar bjuggu í minni húsum en þeir ríkari í stærri húsum. Hlutverk kynjanna voru misjöfn, karlar áttu að veiða til matar og vinna utan heimilis en konur áttu að sjá um börnin og heimilið. Í sumum tilfellum voru konur með verslun á heimili sínu og seldu allskyns hluti eins og mat, skálar, listaverk, litlar styttur og fleira sem þær höfðu búið til. Oftast nær gerðu konur þetta eftir að maður þeirra hafði fallið frá og börnin farin að heiman. Astekar borðuðu yfirleitt afurðir úr jurtaríkinu, mest maís en einnig ræktuðu þeir tómata, baunir og paprikur. Astekar voru líka fyrstu mennirnir til þess að nýta kakóbaunir sem æti. Þeir muldu baunirnar niður og hituðu þangað til þær leystust upp og blönduðu síðan með eldpipar. Þeir gátu þó ekki búið til súkkulaði eins og í nútímanum vegna þess að engar kýr voru í Ameríku og þar með enga mjólk að hafa. Börn Asteka skemmtu sér með því að leika sér að perlum og steinum en svo þegar þau urðu eldri skiptu þau yfir í boga og örvar. Astekar tóku tónlist einnig mjög alvarlega og var börnum kennt á hljóðfæri og að syngja frá unga aldri. Astekar hittust einnig oft saman í hópum og sungu og spiluðu á hljóðfæri eins og flautur og hringlur. Karlmenn sem voru þrælar eða sem voru ekki mjög ríkir voru yfirleitt lítið klæddir, voru oftast bara með smá skýlu bundna utan um mittið. Konur og ríkir karlmenn voru oftar mikið klædd, í kjólum og með sjöl yfir öxlunum.

Tengill breyta

   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.