Askja (fjall)

fjall norðan Vatnajökuls, á hálendi Íslands

65°01′48″N 16°45′00″V / 65.03000°N 16.75000°V / 65.03000; -16.75000

Askja og Öskjuvatn. Gígurinn Víti næst á myndinni.
Askja, Öskjuvatn og Dyngjufjöll í kring.
Kort.

Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands[1]. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.

Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi[1] og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims. Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp [heimild vantar].

Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961[2].

Nýleg þróun breyta

Frá ágúst 2021 til mars 2024 hefur land risið við Öskju um 70 sentimetra. [3]


Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 Vatnajökulsþjóðgarður. „Um Öskju“. Vatnajökulsþjóðgarður. Sótt 20. febrúar 2023.
  2. „Askja | Eldgos.is“. 25. desember 2010. Sótt 20. febrúar 2023.
  3. 26. mars 2024, Hraði landriss eykst í Öskju Rúv