Aristófanes frá Býzantíon

Aristófanes frá Býzantíon (Ἀριστοφάνης) (Býzantíon 257Alexandría 180 f.Kr.) var grískur fræðimaður, einkum þekktur fyrir framlag sitt til Hómersfræða en einnig fyrir textafræðilega vinnu sína á textum annarra klassískra höfunda fornaldar, svo sem Pindarosar og Hesíódosar. Hann tók við af Eratosþenesi sem bókasafnsstjóri við bókasafnið í Alexandríu.

Aristófanesi er eignuð uppfinning ákvæðismerkja sem notuð eru í grísku til að gefa til kynna framburð. Ákvæðismerkin urðu nauðsynleg þegar ítónun grískunnar vék fyrir áherslum á helleníska tímanum. Á þessum tíma breiddist gríska hratt út um mikil landsvæði í kjölfar sigra Alexanders mikla og hlaut stöðu alþjóðlegs samskiptamáls, lingua franca, í austri (og tók við af ýmsum semískum málum). Ákvæðismerkjunum var ætlað að leiðbeina um framburð grísku í eldri bókmenntaverkum.

Heimild breyta

Tengt efni breyta

   Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.