Anne Conway (líka þekkt sem Conway vísigreifynja, fædd Finch 14. desember 1631, dáin 23. febrúar 1679) var enskur heimspekingur sem er talin með Cambridge-platónistunum og hafði áhrif á Gottfried Leibniz. Hún aðhylltist rökhyggju og einhyggju. Hún var dóttir þingmannsins Heneage Finch sem lést rétt áður en hún fæddist. Hálfbræður hennar voru Heneage Finch, 1. jarl af Nottingham og John Finch sem kynnti hana fyrir Cambridge-platónistanum Henry More sem kenndi Finch í Christ's College í Cambridge-háskóla. Eftir það skrifuðust þau More á meðan hún lifði. Hún giftist Edward Conway árið 1651 og eignaðist einn son sem lést úr bólusótt aðeins tveggja ára. Hún þjáðist af mígreni frá 12 ára aldri og Conway-fjölskyldan kallaði til fræga lækna til að finna lækningu, en án árangurs. Hún lést aðeins 47 ára að aldri. Nokkrum árum eftir andlát hennar kom ritið Principia philosophiae antiquissimae et recentissimae út í Amsterdam. Bréfaskipti hennar við More og fleiri samtímahugsuði hafa líka verið gefin út.

Fjarvídd með konu sem les bréf eftir Samuel van Hoogstraten er oft talið vera mynd af Conway, þótt það sé umdeilt.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.