Anjelica Huston (f. 8. júlí 1951) er bandarísk leikkona, leikstjóri, framleiðandi, rithöfundur og fyrrverandi tískufyrirsæta. Hún er dóttir kvikmyndaleikstjórans John Huston og barnabarn leikarans Walter Huston. Hún starfaði sem tískufyrirsæta á 8. áratugnum en hóf leiklistarferil á 9. áratugnum. Hún sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Heiður Prizzis frá 1985, sem faðir hennar leikstýrði. Hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

Anjelica Huston árið 2014.

Síðan þá hefur Anjelica Huston fengið tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndunum Óvinir, ástarsaga (Enemies, A Love Story - 1989) og Bragðarefir (The Grifters - 1990), til BAFTA-verðlauna fyrir Glæpir og afbrot (Crimes and Misdemeanors - 1989) og Morðgáta á Manhattan (Manhattan Murder Mistery - 1993), og til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Morticia Addams í Addams-fjölskyldan (Addams Family - 1991) og framhaldsmyndinni Addams-fjölskyldugildin (Addams Family Values - 1993). Huston hefur leikið í nokkrum af myndum Wes Anderson, eins og Tenenbaum-fjölskyldan (The Royal Tenenbaums - 2001), Sjávarlífsævintýri Steve Zissou (The Life Aquatic with Steve Zissou - 2004) og Lestarferðin (The Darjeeling Limited - 2007).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.