Andrew Rogers er ástralskur nútímalistamaður sem býr til skúlptúra og umhverfislistaverk. Hann hefur unnið frá árinu 1998 því að setja upp stór (allt að 40.000 fmflatarmáli) umhverfislistaverk á stöðum víða um heim og hefur lokið uppsetningu 51 þeirra í 16 löndum á sjö heimsálfum, m.a. Ástralíu, Bólivíu, Chile, Ísrael og Sri Lanka. Hann vann að uppsetningu slíkra listaverka í Eyjafirði. Á hverjum stað eru um þrjár uppsetningar, eitt verk er sameiginlegt með öllum stöðum og heitir það Rhythm of Life en hin verkin eru mismunandi og sækir hann hugmyndirnar fyrir þeim í menningu landsins þar sem verkin eru. Yfir 7.500 manns hafa komið að gerð þeirra.

Árið 2007 var sýning á verkum Rogers í Listasafninu á Akureyri (Rhythms of Life I-VII).

Tenglar breyta