Ambulance er fyrsta plata íslensku hljómsveitarinnar The Telepathetics. Hún kom út þann 24. júlí 2006 og inniheldur 10 lög. Upptökur fóru fram í hljóðveri Sigur-Rósar, Sundlauginni á vormánuðum 2006. Stjórn upptöku, hljóðblöndun og hljóðvinnsla var í höndum Birgis Jóns Birgissonar og um strengja- og málmblástursútsetningar (í Poor Evelyn og O.K.) sá Pétur Þór Benediktsson betur þekktur sem Pétur Ben. Platan er gefin út af hljómsveitinni sjálfri undir merkjum TeleTone, en dreifing er í höndum 12 tóna.

Ambulance
Breiðskífa
FlytjandiThe Telepathetics
Gefin út2006
StefnaRokk
ÚtgefandiTeleTone / 12 tónar
Gagnrýni
  • 3,5 hjá Rjóminn.is

Platan var tekin upp lifandi á tæpri viku. Öll Lög og allir textar eru eftir hljómsveitina.

Framleidd voru 1000 eintök sem eru uppseld. Óvíst er að upplagið verði meira.

Lagalisti breyta

  1. „Erik“
  2. „Last Song“
  3. „Passes by“
  4. „Castle“
  5. „Let It Go“
  6. „Spyroglide“
  7. „O.K.“
  8. „Show Me“
  9. „Soft Velvet Sunrise“
  10. „Poor Evelyn“

Tengill breyta

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.