Allar áttir er plata með Bubba Morthens sem kom út 20. nóvember 1996, eða tveimur vikum áður en hann gaf út ljóðaplötu sína Hvíta Hliðin á svörtu. Að lokinni afmælistónleikaröð sem Bubbi fór í tilefni fertugsafmælis Bubba hugðist Bubbi drífa af tvær plötur, fyrst, eins og hann orðaði það í viðtali við Alþýðublaðið í maílok 1996, "klassíska Bubbaplötu" sem væri tilbúin að mestu leyti. Síðan átti að taka upp plötu með ljóðalestri.

Ég er að afgreiða dópveröldina sem maður dvaldi á

Allar áttir vann Bubbi með Eyþóri Gunnarsyni, samstarfsmanni sínum síðan að platan Von kom út 1992. Heiti plötunnar átti upprunalega að vera ekkert annað en vinnuheiti, en þegar Bubbi hlustaði á plötuna þegar hún var tilbúinn þá heyrði hann að nafnið passaði svo sannarlega við plötuna.

Platan... er nefnilega eins og nafnið gefur til kynna einhvers konar uppgjör við flest það sem Bubbi hefur verið að fást við á sínum sextán ára útgáfuferli, en virkar jafnframt líka sem visst upphaf, að kappinn Bubbi sé aftur kominn á byrjunarreit í glímu sinni við listagyðjuna. Gagnrýnandi Dags-Tímans

Platan, sem var fyrsta edrú plata Bubba síðan að platan Kona kom út 6. júní 1985, seldist í um 7-8.000 eintökum.

Lagalisti breyta

  1. Ég elska bækur
  2. Það er aðeins ein
  3. Sá sem gaf mér ljósið
  4. Þú ert ekki lengur
  5. Hverjum geturðu treyst
  6. Hann elskar mig ekki
  7. Röng borg
  8. Með vindinum kemur kvíðinn
  9. Hvað er töff við það í snöru að hanga
  10. Alla daga
  11. Jarðarför Bjössa