Alexander Nevskíj (12201263) var rússnesk þjóðhetja og dýrlingur. Hann var stórfursti í Kænugarðsríki og svo stórfursti í Vladimír-borg um miðja 13. öld. Hann var annar sonur Yaroslavs Vsevolodich, stórfursta í Vladimír-borg.

Alexander Nevskij

Nevskíj breyta

Alexander hefur verið kallaður „Nevskíj“ vegna þess að hann sigraði Svía í orrustunni við ána Nevu árið 1240 . Gælunafnið var fyrst skrásett í handriti frá 15. öld en þar er Alexander líka kallaður „Hugrakkur“ og telja fræðimenn að það geti lika þýtt að hann hafi verið skapmikill.

Andlát breyta

Alexander Nevskíj lést þann 14. nóvember árið 1263. Hann var fyrst grafinní klaustri í Vladimir en árið 1724 voru leyfar hans færðar í Alexander Nevskíj klaustrið í Sankti Pétursborg.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.