Alejandro Jodorowsky

Alejandro Jodorowsky Prullansky (f. 7. febrúar 1929) er chilesk-franskur kvikmyndaleikstjóri, leikskáld og myndasöguhöfundur. Hann er þekktastur fyrir súrrealískar framúrstefnukvikmyndir á borð við Fando y Lis, El Topo og Santa Sangre og fjölda myndasagna sem gerast í sama söguheimi; L'Incal (með Moebius 1981-1989), Les Technopères (með Zoran Janjetov 1998-2006) og La Caste des Méta-Barons (með Juan Giménez 1992-2003). Hann stofnaði listamannahópinn Mouvement panique ásamt Fernando Arrabal og Roland Topor í París árið 1962.

Alejandro Jodorowsky
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.