Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn

alþjóðleg almenn náttúruverndarsamtök

Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn (World Wide Fund for Nature, skammstafað WWF; áður World Wildlife Fund) eru alþjóðasamtök sem vinna að rannsóknum og verndun og viðreisn umhverfis um allan heim. Samtökin eru með fimm milljón stuðningsaðila og starfa í um hundrað löndum. WWF reka sjóð sem þiggur framlög sín aðallega frá einstaklingum en líka frá opinberum aðilum og fyrirtækjum. Sjóðurinn styður um 1300 umhverfisverndarverkefni. Yfirlýstur tilgangur stofnunarinnar er að „stöðva hnignun náttúrulegs umhverfis jarðarinnar, og skapa framtíð þar sem fólk lifir í sátt við náttúruna“.

World Wide Fund for Nature var stofnað 29. apríl árið 1961 að undirlagi nokkurra breskra umhverfissinna, og setti upp höfuðstöðvar í Morges í Sviss (nú í Gland). Merki samtakanna er stílfærð mynd af risapöndunni Chi Chi sem var flutt í Dýragarðinn í London frá Dýragarðinum í Beijing sama ár og samtökin voru stofnuð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.