AkureyrarAkademían

AkureyrarAkademían (AkAk) er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var á grunni Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. AkAk er samfélag fólks á Norðurlandi sem hefur háskólapróf og/eða sinnir fræði- eða ritstörfum. AkureyrarAkademían stendur reglulega fyrir fundum, fyrirlestrum, málþingum og öðrum viðburðum.

Saga félagsins breyta

Fyrirmyndin að AkureyrarAkademíunni er sótt til ReykjavíkurAkademíunnar. Markmiðið með stofnun AkureyrarAkademíunnar var að nýta betur þekkingu fræðafólks á Norðurlandi, skapa þeim vettvang til miðlunar og umræðu inn á við sem og til samfélagsins. Fulltrúar stunda rannsóknir og ritstörf á víðu fræðasviði.

AkureyrarAkademían er staðsett í Árholti, Háhlíð 1.

Formenn breyta

  • Jón Hjaltason, sagnfræðingur (2006 – 2007)
  • Valgerður H. Bjarnadóttir, (2007 – 2008)
  • Hjálmar S. Brynjólfsson, (2008 – 2009)
  • Þóra Pétursdóttir, fornleifafræðingur (2009 – 2011)
  • Pétur Björgvin Þorsteinsson, Evrópufræðingur (2011 – 2012)
  • Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur (2012-2013)
  • Skafti Ingimarsson, sagnfræðingur (2013-2015)
  • Valgerður S. Bjarnadóttir, menntunarfræðingur (2015-2016)
  • Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur (2016-2017)
  • Bergljót Þrastardóttir (2017-)

Tengt efni breyta