Agúlhasstraumurinn

Agúlhasstraumurinn er mjór og sterkur hafstraumur sem rennur suður með austurströnd sunnanverðrar Afríku frá MapútóAgúlhasbanka undan Agúlhashöfða á mörkum Indlandshafs og Atlantshafs, frá 27°-40° suðlægrar breiddar. Þar snýr straumurinn við vegna samspils við Suðurhafshringstrauminn og rennur aftur inn í Indlandshafshringstrauminn. Hann myndast úr Austur-Madagaskarstraumnum og Mósambíkurstraumnum. Áætlað að rennsli í Agúlhasstraumnum sé um 70 Sv, sem svarar 70 m³/s. Til samanburðar er áætlað að Irmingerstraumurinn sé um 1 Sv en það er sá hluti Golfstraumsins sem liggur til Íslands. Golfstraumurinn er um 100 Sv [1] þar sem hann er sterkastur. Straumurinn fylgir að mestu landgrunnsbrúninni. Hann er um 34 km breiður og hraðinn er um 1,36 m/s.

Mynd sem sýnir þéttleika grænþörunga við suðurodda Afríku: Undan Agúlhashöfða er græn tunga í suðvestur.

Agulhas hringirnir er straumur sem blandast við Benguela-strauminn sem liggur norður eftir vestur Suður-Afríku.

Agulhas hringir eru komnir frá Agulhas straumnum þar sem hann snýr aftur út í Indlandshaf.
Heiti Agulhasstraumsinn (rauður) meðfram austurströnd Suður-Afríku og kaldi Benguela-straumsins (blár) meðfram vesturströndinni. Agulhas-straumurinn myndast við ármót hlýra Mósambík- og Austur-Madagaskarstraumanna, sem mætast suðvestur af Madagaskar (ekki sýnt á skýringarmyndinni). Kaldur Benguela straumurinn stafar af uppstreymi vatns frá köldu dýpi Atlantshafsins á móti vesturströnd álfunnar. Straumarnir tveir „mætast“ hvergi meðfram suðurströnd Afríku.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir breyta

  1. Hvað eru hafstraumar? Vísindavefur