Aemilius (kvk. Aemilia) var ættarnafn aemilísku ættarinnar (gens Aemilia), einnar af fimm mikilvægustu yfirstéttarætta (gentes maiores) í Rómaveldi.

Aemilíska ættin var forn ætt. Hún var talin verea komin af Mamercusi, syni Pýþagórasar sem var kallaður „Aemýlos“ eða „Aimilios“ vegna fágunar sinnar og mælsku. Önnur saga, sem Plútarkos segir, kvað Mamercus hafa verið son Numa Pompiliusar, konungs, en Numa mun hafa verið aðdáandi Pýþagórasar og því hafi hann nefnt son sinn eftir syni Pýþagórasar. (Aftur á móti eru líkindin milli nafnsins „Aemilius“ og forngríska orðsins aimilios líklega bara tilviljun.)

Greinar aemilísku ættarinnar voru: Barbula, Buca, Lepidus, Mamercus, Papus, Paullus, Regilus og Scaurus. Lepidusar-greinin reis til mestra metorða einkum undr lok lýðveldistímans.

Markverðir menn af aemilísku ættinni á lýðveldistímanum breyta

Aemilii Barbulae breyta

Aemilii Mamercini breyta

Aemilii Pauli breyta

Aemilii Lepidi breyta

Aemilii Papi breyta

Markverðir menn af aemilísku ættinni á keisaratímanum breyta