2001: Geimævintýraferð

Kvikmynd frá árinu 1968 eftir Stanley Kubrick

2001: Geimævintýraferð (e. 2001: A Space Odyssey) er kvikmynd gerð árið 1968 af Stanley Kubrick og skrifuð af Kubrick og Arthur C. Clarke. Kvikmyndin fjallar um þróun mannsins, tækni, gervigreind og líf utan jarðar. Hún er eftirtektarverð vegna tæknibrellnanna, óraunverulegs myndmáls, notkunar tónlistar og sena án samtala.

2001: Geimævintýraferð
2001: A Space Odyssey
LeikstjóriStanley Kubrick
HandritshöfundurHandrit
Stanley Kubrick
Arthur C. Clarke
Skáldsaga
Arthur C. Clarke
LeikararKeir Dullea
Gary Lockwood
William Sylvester
Daniel Richter
Leonard Rossiter
Douglas Rain
KvikmyndagerðGeoffrey Unsworth
KlippingRay Lovejoy
DreifiaðiliMetro-Goldwyn-Mayer
Turner Entertainment
Warner Bros.
FrumsýningFáni Bandaríkjana 6. apríl 1968
Lengd160 mín.
Tungumálenska
Framhald2010

Þegar myndin kom fyrst út fékk hún misgóða dóma. Myndin var annaðhvort álitin meistaraverk eða algjört klúður. Menn skildu ekki alveg hvað þeir hefðu séð, en margir voru á því að þetta væri þó hreint meistaraverk á einhvern hátt. Í dag líta á gagnrýnendur hana sem eitt af meistaraverkum í sögu kvikmyndanna. Tæknibrellurnar eru mjög miklar og vel gerðar miðað við tækni samtímans þegar myndin var gerð.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.