Þórhallur Guðmundsson

(Endurbeint frá Þórhallur miðill)

Þórhallur Guðmundsson (f. 1961) er íslenskur karlmaður sem fæst við miðilsstörf og er sagður hafa miðilsgáfu. Hann er einn frægasti núlifandi starfandi miðill Íslands.

Þórhallur hefur starfað í útvarpi og sjónvarpi í á annan áratug. Þáttur hans „Lífsaugað“ hefur verið á dagskrá Bylgjunnar og Stöðvar tvö, Lífsaugað fluttist yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið 2006 en hætti í loftinu í maí árið 2008. Hann hefur einnig starfað bæði með Sálarrannsóknafélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknafélagi Akureyrar, en hann býr nú á Akureyri.

Árið 2015 fór Þórhallur í þættina Bresti á Stöð 2 en þar reyndi þáttastjórnandi á miðilshæfileikahans.[1]

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Heimildir breyta

  1. „Brestir: Nafnið „Tobbi" kom til hans frá látnum afa - Vísir“. visir.is. Sótt 8. apríl 2020.