Útrýmingarefnishyggja

Útrýmingarefnishyggja er efnishyggjukenning í hugspeki sem heldur því fram að ýmsar eða flestar almennar hugmyndir fólks um eðli hugans (eða hugtök alþýðusálfræðinnar) séu rangar og að ýmis hugarferli sem flestir trúa á séu í raun ekki til. Sumir útrýmingarefnishyggjumenn halda því fram að engin samsvörun verði nokkurn tíman fundin milli virkni heilans og taugakerfisins annars vegar og hins vegar ýmissa hugtaka eins og skoðunar eða löngunar enda séu hugtökin óskýr og illa skilgreind.[1] Aðrar útgáfur útrýmingarefnishyggjunnar neita tilvist sársauka, ánægju og sjónrænnar upplifunar.[2]

Útrýmingarefnishyggja er frábrugðin smættarefnishyggju að því leyti að smættarefnishyggjan gengur út á að smætta viðfangið í eitthvað annað og einfaldara en útrýmingarefnishyggja afneitar tilvist þess. Til dæmis myndi smættarefnishyggja um langanir halda því fram að langanir séu ekkert nema taugaboð í heilanum en útrýmingarefnishyggja um langanir heldur því fram að það sé ekkert hugarferli sem hugtakið „löngun“ samsvarar.

Aðferð útrýmingarefnishyggjunnar er þekkt úr sögu vísindanna. Til dæmis hafa vísindin ekki reynt að smætta ljósvakann í eitthvað annað og einfaldara efni þannig að ljósvakinn „sé í raun ekkert nema“ eitthvað annað, heldur var hugtakinu „útrýmt“ þegar ljóst var að það var ekki lengur gagnlegt. En útrýmingarefnishyggja um hugann er tiltölulega nýleg kenning sem kom fram á 7. áratug 20. aldar og heldur því fram að ýmis hugarferli og hugtök alþýðusálfræðinnar séu ekki til.

Þekktasta útgáfa útrýmingarefnishyggjunnar er kenning hjónanna Pauls og Patriciu Churchland um að íbyggin viðhorf séu ekki til og kenning Daniels Dennett og Georges Rey og annarra um að finningar séu ekki til.

Tilvísanir breyta

  1. Lycanog Pappas (1972): 149-59.
  2. Rey (1983): 1-39.

Heimildir breyta

  • Bogdan, R., Mind and Common Sense: Philosophical Essays on Common Sense Psychology (Cambridge: Cambridge University Press, 1991).
  • Broad, C.D., The Mind and its Place in Nature (London: Routledge & Kegan Paul, 1925).
  • Christensen, S.M. og D.R. Turner, Folk Psychology and the Philosophy of Mind (Hillsdale, NJ: Lawrence Erlbaum, 1993).
  • Churchland, P.M., A Neurocomputational Perspective: The Nature of Mind and the Structure of Science (Cambridge, MA: MIT Press, 1992).
  • Churchland, P.M., „Eliminative Materialism and the Propositional Attitudes“, hjá W.G. Lycan (ritstj.), Mind and Cognition: An Anthology, 2. útg. (Malden, MA: Blackwell Publishers, 1992).* Churchland, P.M., Matter and Consciousness (Cambridge, MA: The MIT Press, 1988).
  • Churchland, P.S., Neurophilosophy: Toward a Unified Science of the Mind/Brain (Cambridge, MA: MIT Press, 1986).
  • Churchland, P.M., Scientific Realism and the Plasticity of Mind (New York: Press Syndicate of the University of Cambridge, 1979).
  • Feyerabend, P., „Materialism and the Mind-Body Problem“, Review of Metaphysics 17 (1963): 49-66.
  • Feyerabend, P., „Mental Events and the Brain“, Journal of Philosophy 40 (1963): 295-6.
  • Fodor, J., Psychosemantics (Cambridge, MA: MIT Press, 1987).
  • Lycan, W.og G. Pappas, „What is eliminative materialism?“, Australasian Journal of Philosophy 50 (1972): 149-59.
  • Quine, W.V.O., „On Mental Entities“, The Ways of Paradox (Random House, 1966).
  • Rey, G., „A Reason for Doubting the Existence of Consciousness“, hjá R. Davidson, G. Schwartz og D. Shapiro (ritstj.), Consciousness and Self-Regulation Vol 3. (New York, Plenum, 1983): 1-39.
  • Rorty, R., „In Defense of Eliminative Materialism“, Review of Metaphysics (1970) 24: 112-121.
  • Stich, S., Deconstructing the Mind (New York: Oxford University Press, 1996).
  • Wellman, H., The Child's Theory of Mind (Cambridge, MA: MIT Press, 1990).

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.