Ívar „beinlausi“ Ragnarrsson var víkingahöfðingi í Jórvík og berserkur sem sagt er frá í fornaldarsögunum Ragnars sögu loðbrókar og Þætti af Ragnars sonum. Faðir hans var Ragnar loðbrók og móðir hans var Áslaug Kráka en bræður hans voru Sigurður ormur í auga, Björn járnsíða og Hvítserkur. Agnar og Eiríkur voru bræður hans samfeðra en móðir þeirra var Þóra borgarhjörtur. Einnig var hann sagður bróðir Rögnvalds, Hálfdáns og Ubba.

Það er óljóst hvar mörk skáldskapar og sagnfræði liggja í sögum af Ívari og bræðrum hans en þeir hafa, ólíkt föður sínum, líklega verið sögulegar persónur.

Árið 865 réðst Ívar beinlausi á England með her sem stjórnað var af honum og bræðrum hans. Samkvæmt fornaldarsögunum var innrásin hefnd vegna þess að Ella, konungur Norðymbralands hafði drepið Ragnar föður þeirra. Ívar beinlausi mun hafa eftirlátið bræðrum sínum stjórn víkingahersins og haldið til Dyflinnar. Andlát hans er skráð í írska annála árið 873.

Ytri tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.