Álftafjörður (Snæfellsnesi)

Álftafjörður er stuttur fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann er austasti fjörðurinn, sem gengur norðan í nesið. Í firðinum austanverðum liggur dalverpi, sem heitir Borgardalur. Samkvæmt Eyrbyggja sögu bjó þar Geirríður húsfreyja, móðir Þórólfs bægisfóts, og veitti gestum og gangandi beina.

Heimildir breyta

  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.