Þessi grein fjallar um Álftafjörð í Suður-Múlasýslu. Fyrir aðra notkun á orðinu, sjá Álftafjörður (aðgreining).

Álftafjörður er grunnur fjörður eða sjávarlón syðst á Austfjörðum í sveitarfélaginu Múlaþingi. Fyrir fjörðinn gengur rif, sem kallast Starmýrartangi eða Starmýrarfjörur, en útrennsli úr firðinum er um Melrakkanesós yfir í Hamarsfjörð.

Horft yfir Álftafjörð frá Snjótindi

Í fjöllunum upp af Álftafirði finnast þykk lög af flikrubergi.

Merkilegir staðir í Álftafirði breyta

Þvottá er bær í sunnanverðum Álftafirði. Í Njálssögu segir frá því er skip Þangbrands stýrimanns eins og hann er nefndur kemur inn Berufjörð og í Gautavík. Þangbrandur var sendur til Íslands af Ólafi konungi Tryggvasyni til að boða kristna trú. Á Þvottá er nú minnisvarði um kristnitökuna en þar skírði Þangbrandur Síðu-Hall og dregur Þvottá nafn sitt af því. U.þ.b. 2 km norðar er Þangbrandsbryggja en þar er Þangbrandur sagður hafa lagst að með skip sitt.

Geithellar (stundum kallaðir Geithellnar) er bær í Álftafirði. Þar eru Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir hans, sagðir hafa haft vetursetu fyrst þegar þeir komu til Íslands.

Tengill breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.